Um okkur
Stockmix er hluti af Treia ehf sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að hjálpa litlum og meðalstórum fyrirtækjum við að draga úr umfram birgðum.
Einnig hefur Stockmix hafið sölu á vörum frá fyrirtækinu VidaXL, en lagerinn hjá þeim er erlendis og getur verið lengi að berast til landsins.
Okkur finnst leiðinlegt að sjá gæðavörur daga uppi og safna ryki innst á lagerum. Þess vegna stofnuðum við Stockmix í ágúst 2020 í þeim tilgangi að vera vettvangur fyrir fyrirtæki til að hreinsa út gamlan lager. Stockmix outlet vefverslunin býður því viðskiptavinum sínum að kaupa gæðavörur, fá góða þjónustu og greiða fyrir það afsláttarverð.
Við erum eingöngu að hreinsa gamla lagera þannig að þegar vara hefur verið seld verður hún ekki keypt inn á lager aftur. Það er því eins gott að hika ekki ef þú sérð vöru sem hentar þér, hún gæti verið farin næst þegar þú kíkir á okkur.
Ef þú vilt fylgjast með og fá upplýsingar um nýjustu vörur og tilboð þá mælum við með því að þú skráir þig á póstlistann hjá okkur. Þeir sem eru á póstlistanum fá einnig sérstaka meðlima afslætti.
Við vonum að þú njótir þess að versla við Stockmix. Ef þú ert með einhverjar spurningar, hafðu samband í gegnum netfangið:
support@stockmix.is
Eigandi:
Daníel Ásgeir Ólafsson.